15. mars 2015 - 15:00

Púls tímans: Sýningarspjall

Ingiberg Magnússon
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Einar Hákonarson og Ingiberg Magnússon ræða við gesti um sýninguna Púls tímans, yfirlitssýningu á verkum Einars sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum.

Málverkin á yfirlitssýningu Einars Hákonarsonar (f. 1945) ná yfir rúmlega 50 ára feril listamannsins allt frá æsku- og skólaverkum og til ársins 2014. Á sýningunni  gefst gestum tækifæri á því að lesa sig í gegnum þróunina sem átt hefur sér stað í verkum listamannsins. Einar hefur allt frá heimkomu frá námi í Valand listaháskólanum í Gautaborg verið mjög virkur  í listsköpun, á sýningavettvangi og jafnframt í myndlistarkennslu um árabil. Hann hefur einnig tekið þátt í umræðu um þjóðfélagsmál og stöðu lista í samfélaginu. Einar hefur verið afkastamikill myndlistarmaður og sömuleiðis á sýningarvettvangi, þrátt fyrir að hafa gengt öðrum annasömum störfum, m.a. verið kennari og skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla Íslands og listrænn forstöðumaður Kjarvalsstaða.
Sýningarstjóri er Ingiberg Magnússon.

Listamanna- og sýningarstjóraspjallið hefst kl. 15.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.