31. ágúst 2023 - 20:00

Döff leiðsögn

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, táknmálsleiðsögumaður verður með döff leiðsögn um sýninguna Kviksjá: Íslensk myndlist á 21. öld. í Hafnarhúsi á Löngum fimmtudegi kl. 20.00

Á sýningunni Kviksjá: Íslensk myndlist á 21. öld  gefur að líta úrval af þeim verkum sem Listasafn Reykjavíkur hefur eignast síðustu tvo áratugi. Verkin gefa innsýn inn í þá breidd og þær áherslur sem hafa verið að mótast og gerjast í íslensku listalífi frá aldamótum 2000 til dagsins í dag.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.