24. ágúst 2019 - 21:00 til 21:30

dj. flugvél og geimskip

dj. flugvél og geimskip
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

dj. flugvél og geimskip kemur fram í Hafnarhúsi á Menningarnótt en hún hefur vakið athygli fyrir óvenjulega raftónlist, einstakan söng og litríka sviðsframkomu. Í vetur gaf hún út plötuna Our Atlantis og ferðaðist í kjölfraið um Evrópu ásamt hljómsveitinni Lightning Bolt, Bretland með japönsku tónlistarkonunni Haru Nemuri og hitaði upp fyrir Kero Kero Bonito í London.

Á tónleikum með dj. flugvél og geimskip verður til nýr heimur úr furðulegum hljóðum, framandi laglínum og heimatilbúnum ævintýrum. Með hjálp ótal trommuheila, hljómborða og diskóljósa er áhorfendum boðið í ferðalag um töfra-heim sem er jafn stór og hugarflugið nær.

Verð viðburðar kr: 
0