27. júní 2019 - 20:00

D38 Ragnheiður Káradóttir: míní-míní múltíversa

D38 Ragnheiður Káradóttir: míní-míní múltíversa
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Opnun sýningarinnar D38 Ragnheiður Káradóttir: míní-míní múltíversa

Ragnheiður Káradóttir er 38. listamaðurinn til að sýna í sýningarröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal. Ragnheiður er fædd árið 1984 og býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og lauk meistaranámi í myndlist vorið 2016 frá School of Visual Arts í New York. Í verkum sínum notar Ragnheiður hversdagsleg efni og hluti, sem í meðförum hennar taka sér torkennileg hlutverk. Samskeyting kunnuglegra forma og efna mynda framandi hluti sem vísa í ólíkar áttir, nytjahlutir eru settir í nýjan búning og dauðir hlutir persónugerðir.