24. júní 2021 - 18:00 til 21:00

Carnal kvöldverður UPPBÓKAÐ

Carnal dinner
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

UPPBÓKAÐ ER Á VIÐBURÐINN
Listamennirnir Elín Margot og Kjartan Óli Guðmundsson standa fyrir kvöldverði í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi þar sem gestum er boðið að tengjast matarvitund sinni. Gestir tengjast skynfærum sínum í gegnum sjö rétti og kanna persónulega mataránægju sína. Kjartan Óli er matreiðslumaður og mun sjá um að elda réttina. 

Í boði eru 20 sæti, aðgangseyrir er 8.900 kr. 
Í boði eru tveir ókeypis miðar fyrir námsmenn (taktu fram ef þú vilt slíkan miða).
Miðapöntun: https://forms.gle/zMfsANwQ5NvrttNf6
Vegan valkostur í boði (taktu fram við bókun).

"Matur er nátengdur upplifun okkar á kynhneigð, þú hættir að borða og löngun þín til kynlífs hverfur. Hinsvegar þegar þú skoðar æsandi myndir eða myndir af vel framreiddum mat mun líkami þinn strax sýna espandi viðbrögð. „Carnal Appetite“ er rannsóknarverkefni er snýr að tengslum matar og kynhneigðar. Afraksturinn er hönnun og framleiðsla hluta er draga fram viðkvæmar tilfinningar um leið og þú nýtur matar."

Um listamennina: 

Kjartan Óli Guðmundsson er menntaður matreiðslumaður með yfir 10 ára reynslu úr faginu undanfarið hefur hann mest gert pop-up matarviðburði undir nafninu Borðhald. Í matreiðslu leggur Kjartan áherslu á að vinna með hráefni úr nærumhverfi á nýstárlegan og skapandi hátt og skapa tengingu milli neytenda og hráefnis. Kjartan lauk BA- gráðu úr Vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands 2019. Í Hönnun leggur Kjartan áherslu á samspil manns og umhverfis. Undanfarið hafa örverur og nýtingarmöguleikar þeirra átt hug hans allan. Hægt er að skoða verkefni Kjartans nánar á https://www.kjartan.me 

Elín Margot er fransk-íslenskur hönnuður/listamaður. Hennar síðustu verk hafa snúist um framsetningu kyns og kynhneigðar í matar- og borðsiðum okkar. Matur er mikilvægur þáttur menningar hvers samfélags. Hann er heildræn afleiðing óteljandi samskipta mannvera, tækni og trúar athafna. Elín Margot skapar einstakan mat og matarupplifun er dregur fram áleitnar spurningar um okkar samfélag og kannar mögulegar framtíðir. Matur er hvorutveggja afurð listamannsins og tæki til samskipta,  skapandi glaðvært fjöltilfinningalegt augnablik sem hægt er að neyta. Með hönnun og sköpun á framsýnum áhöldum skáldsögunnar, kallar hún eftir áliti áhorfenda í þeirri von að upphefjist rökræður.

Verð viðburðar kr: 
8 900