6. apríl 2019 - 16:00

Brynhildur Þorgeirsdóttir: Frumefni náttúrunnar

Brynhildur Þorgeirsdóttir: Klettur, 1991.
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Laugardag 6. apríl verðu opnuð sýningin Frumefni náttúrunnar með verkum myndlistarmannsins Brynhildar Þorgeirsdóttur.  

Á sýningunni er sjónum sérstaklega beint að verkum Brynhildar sem prýða almenningsrými og nálgun hennar við list sem hluta af daglegu umhverfi manna. Sýningin er sett upp samhliða fastri sýningu á verkum Ásmundar Sveinssonar sem hugsuð er með líkum hætti.

Árið 2019 er ár listar í almenningsrými hjá Listasafni Reykjavíkur og er sýningin Frumefni náttúrunnar liður í því markmiði safnsins að beina sjónum manna að þeim listaverkum sem við njótum sem hluta af daglegu lífi. Yfirlitssýningin á verkum Ásmundar Undir sama himni stendur út árið 2019. Sýningunni Frumefni náttúrunnar lýkur 10. júní en hún er önnur í röð einkasýninga fimm listamanna sem eru höfundar listaverka í borginni.

Sýningarstjórar sýninganna eru Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna og Yean Fee Quay, verkefnisstjóri sýninga hjá Listasafni Reykjavíkur.