24. ágúst 2019 - 14:00 til 16:00

Brauðtertusamkeppni

Brauðtertusamkeppni
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Brauðtertan er veigamikill þáttur í íslenskri matarmenningu. Flest höfum við smakkað brauðtertur í fjölskylduveislum eða á tímamótum þegar fólk vill gera vel við sig og aðra. Ekki fyrir löngu mætti segja að brauðterturnar hafi meira eða minna horfið af veisluborðunum en ljóst er að þær eru farnar að njóta sín á ný.

Við viljum sýna brauðtertunni þann heiður sem hún á skilinn og boðum því til brauðtertusamkeppni í Listasafni Reykjavíkur á Menningarnótt. Ber þín brauðterta af?

Keppt verður í þremur flokkum:
- Fallegasta brauðtertan
- Frumlegasta brauðtertan
- Bragðbesta brauðtertan

Verðlaun verða veitt fyrir sigurvegara hvers flokks. Við kynnum til leiks dómara og verðlaun þegar nær dregur.

Við hvetjum áhugasama til þess að taka þátt í keppninni með því að senda póst á braudtertanlifir@gmail.com og við sendum til baka umsóknarform. 
Valdir verða 10 þátttakendur í hverjum flokki.

Skipuleggjendur viðburðarins eru: Tanja Levý, Valdís Steinarsdóttir, Erla Hlynsdóttir og Erla Gísladóttir (Brauðtertufélag Erlu og Erlu) í samstarfi við Menningarnótt og Listasafn Reykjavíkur.

BRAUÐTERTAN LIFIR!

Verð viðburðar kr: 
0