5. febrúar 2023 - 11:00

Blár er litur norðursins eða hvað?

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Leikum að list! Fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. 

Sunnudaginn 5. febrúar kl. 11.00 verður listasmiðja í Hafnarhúsi fyrir börn og fjölskyldur. Eftir stutta leiðsögn um sýninguna Иorður og niður verður unnið með bláan lit á mismunandi hátt – í klippimyndum, pappírsskúlptúrum og vatnslitum.

Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna og að heimsóknin sé þannig skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða.  Skráning í mót­töku við komu.

Frítt fyrir börn yngri en 18 ára. 

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.