17. september 2022 - 11:00 til 13:00

Birkifrætínsla í Ásmundargarði

Birkifrætínsla í Ásmundargarði. Ljósmynd: Ingibjörg Hannesdóttir.
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Við bjóðum fjölskyldum og einstaklingum að taka þátt í birkifrætínslu í Ásmundargarði í tengslum við sýninguna Eftir stórhríðina laugardaginn 17. september  frá kl. 11-13.00.

Ókeypis þátttaka.
 
Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs, kennir gestum tínslu og meðhöndlun á birkifræjum í samstarfi við Landgræðsluna og Skógræktina, en þar hefur verið ákall um stuðning frá landsmönnum við að breiða út birkisóga landsins. Þátttakendur munu tína birkifræ af trjám sem Ásmundur og fjölskylda hans gróðursettu á miðri síðustu öld en stærsta birkitré garðsins var valið fegursta tré Reykjavíkur árið 2013. 

Ásmundarsafn er opið frá kl. 10-17.00 þennan dag en þar stendur yfir sýningin Unndór Egill Jónsson og Ásmundur Sveinsson: Eftir stórhríðina.

Verð viðburðar kr: 
0