9. apríl 2022 - 13:00 til 16:00
10. apríl 2022 - 10:00 til 14:00

Barnamenningarhátíð – Opin listasmiðja: Leikum með liti

Opin listasmiðja: Leikum með liti
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Leikum með liti er opin listasmiðja þar sem börn og fjölskyldur vinna á skapandi og listrænan hátt í tengslum við yfirlitssýninguna Birgir Andrésson: Eins langt og augað eygir á Kjarvalsstöðum undir stjórn Tinnu Guðmundsdóttur.

Frítt fyrir börn á listasmiðjuna og sýningar safnsins og fyrir fullorðna í fylgd barna.

Tinna Guðmundsdóttir starfar samhliða sem menningarstýra og listakona. Tinna þekkir vel til myndlistarmannsins Birgis Andréssonar. Bæði kynnist hún Birgi í gegnum nám sitt í Listaháskóla Íslands og seinna framleiddi hún heimildarmyndina Blindrahundur sem fjallar um ævi og störf Birgis. Tinna hefur einnig víðtæka reynslu við gerð fræðsluverkefna fyrir börn og ungmenni og hefur komið að þróun og framkvæmd fjölda verkefna á vegum Skaftfells – myndlistarmiðstöð Austurlands auk þess að taka þátt í stofnun BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi.

Verð viðburðar kr: 
0