9. apríl 2022 - 13:00 til 16:00

Barnamenningarhátíð – Opin leirlistasmiðja: Stærsta listaverkið

Barnamenningarhátíð – Opin leirlistasmiðja: Stærsta listaverkið
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Stærsta listaverkið er opin leirlistasmiðja fyrir börn og fjölskyldur á öllum aldri í tengslum við sýninguna Ásmundur Sveinsson og Rósa Gísladóttir: Loftskurður í Ásmundarsafni. Stærsta listaverk Ásmundar, húsið sjálft við Sigtún verður m.a. efniviður í sköpun og góða samverustund þar sem kynslóðir skemmta sér saman í einstöku umhverfi.

Frítt fyrir börn á leirlistasmiðjuna og sýningar safnsins og fyrir fullorðna í fylgd barna.

Umsjón með smiðjunni hefur Hulda Katarína Sveinsdóttir leirlistakona. Hulda hefur sýnt bæði í samsýningum og verið með einkasýningar á verkum sínum, ásamt því að sinna leirlistakennslu við Myndlistarskóla Reykjavíkur.  Hún hefur unnið með leir á tilraunakenndan hátt og sérstaklega unnið með handmótun þar sem efniviðurinn fær oftar en ekki að ráða för.

Verð viðburðar kr: 
0