26. maí 2020 - 10:00 til 17:00
27. maí 2020 - 10:00 til 17:00
28. maí 2020 - 10:00 til 17:00
29. maí 2020 - 10:00 til 17:00
30. maí 2020 - 10:00 til 17:00
31. maí 2020 - 10:00 til 17:00
1. júní 2020 - 10:00 til 17:00

Barnamenningarhátíð: Ég og náttúran erum eitt

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Ég og náttúran erum eitt er heildstæð sýning á verkum nemenda 7.-10. bekkjar í Sæmundarskóla sem fer fram á Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum 26. maí – 1. júní á opnunartíma safnsins. Nemendur leitast við að skapa ævintýraheim náttúrunnar úr fjölbreyttum efnivið þar sem sköpunargleðin í list- og verkgreinum fær að njóta sín.

Þema sýningarinnar er náttúran og hvernig hún birtist í verkum Kjarvals, en hann er einmitt þekktur fyrir að nálgast náttúruna á einstakan hátt og skapa verur og vætti sem falla inn í landslagið. Verk Kjarvals hvetja okkur jafnframt til að skoða tengsl mannsins við náttúruna og er það mikilvægt á tímum þar sem náttúran og verndun hennar eru stærsta mál samtímans.

Frítt inn fyrir börn og fullorðna í fylgd með börnum.