26. maí 2020 - 10:00 til 17:00
27. maí 2020 - 10:00 til 17:00
28. maí 2020 - 10:00 til 17:00
29. maí 2020 - 10:00 til 17:00
30. maí 2020 - 10:00 til 17:00
31. maí 2020 - 10:00 til 17:00
1. júní 2020 - 10:00 til 17:00

Barnamenningarhátíð: Ævintýrafuglar og búsvæði þeirra

Barnamenningarhátíð: Ævintýrafuglar og búsvæði þeirra
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Í samstarfi við LÁN (Listrænt ákall til náttúrunnar) sýna nemendur Landakotsskóla búsvæði fugla og þá sjálfa spígsporandi, kúrandi og fljúgjandi úr leir, ull og pappír. 

Á tímum hnattrænnar hlýnunnar og frétta um dýr í útrýmingarhættu getur okkur öllum fallist hendur frammi fyrir vandanum. Hvernig er best að fjalla um þessi erfiðu málefni án þess að valda angist og svartsýni? Er leiðin mögulega sú að tengjast náttúrunni á sem fjölbreytilegastan máta? Að rannsaka fuglana, blómin og skordýrin og læra hvað þau heita? Að mynda djúp tengsl við náttúruna með sköpun og gleði að leiðarljósi?

Kennarar: Louis Harris, Margrét H. Blöndal, Sinead McMarron og Stefanía Stefánsdóttir.

Frítt inn fyrir börn og fullorðna í fylgd með börnum.