1. janúar 2022 - 0:00 til 5. janúar 2022 - 0:00

Auglýsingahlé Billboard

Auglýsingahlé Billboard - list í almannarými
Staður viðburðar: 
350 skjáir um alla borg

 Billboard, sem rekur auglýsingaskjái í strætóskýlum og við gatnamót í Reykjavík, efnir til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almannarými í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur. Yfir tímabilið 1.–5. janúar 2022 verður Auglýsingahlé á yfir 350 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg. Þessi tími verður helgaður sýningu á nýju verki eftir myndlistarmann sem valinn verður úr hópi umsækjenda.

Listamaðurinn fær 1.000.000 kr greiddar fyrir verkið sem verður að sýningartíma loknum gefið í safneign Listasafns Reykjavíkur. Jafnframt er stefnt að því að verkið verði áfram sýnilegt í almenningsrými í borginni að loknu sýningartímabilinu.

Verkið verður sýnt á yfir 350 skjáum um alla borgina, bæði skjáum í strætóskýlum og stórum skjáum (6x4m) við götur.

Dómnefnd skipuð fulltrúa frá Y gallery, Listasafni Reykjavíkur, Billboard og SÍM fer yfir innsendar tillögur og tilkynnir um val sitt um miðjan október.

Verkefnið er frábær vettvangur fyrir myndlistarmenn að kynna verk sín í almennu rými. Því er ætlað að lýsa upp skammdegið og gefa borgarbúum tækifæri á að njóta listar um alla borgina.

Upplýsingar um samkeppnina og eyðublað er að finna á HÉR