27. maí 2019 - 12:15

Aría úr Mattheusarpassíu, Vókalísa Rachmaninoffs og Atli Heimir

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Á Hádegistónum verður flutt arían fræga úr Mattheusarpassíunni Erbarme dich. Minning Atla Heimis Sveinssonar verður heiðruð með flutningi á nokkrum Jónasarlögum hans. Á efnisskrá verða einnig Vókalísan eftir Rachmaninoff, Dans le soir eftir C.Saint-Saëns og Zwei Gesänge; op. 91 eftir Johannes Brahms.

Flytjendur eru Hildigunnur Einarsdóttir mezzosópran, Jane Ade Sutarjo verður við flygilinn og fiðlu og víóluleikur verður í höndum Guðnýjar Guðmundsdóttur, sem jafnframt er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar.

Flytjendur eru Hildigunnur Einarsdóttir mezzosópran, Jane Ade Sutarjo verður við flygilinn og fiðlu og víóluleikur verður í höndum Guðnýjar Guðmundsdóttur, sem jafnframt er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar.

Hildigunnur Einarsdóttir hefur skipað sér í sess virtustu söngvara landsins. Frammistaða hennar í flutningi á Mattheasarpassíu Bachs með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn Harðar Áskelssonar hlaut einróma lof gagnrýnenda.

Jane Ade Sutarjo, sem fædd er í Indónesíu, hefur lokið prófium frá bæði Listaháskóla Íslands og Tónlistarháskólanum í Oslo. Hún hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljomsveit Íslands og tekur virkan þátt í íslensku tónlistarlífi, bæði sem einleikari og meðleikari.

Hádegistónar eru tónleikaröð í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur.

Verð viðburðar kr: 
0