18. maí 2018 - 12:30

Alþjóðlegi safnadagurinn: Leiðsögn um List fyrir Fólkið og Innrás II

Alþjóðlegi safnadagurinn: Leiðsögn um List fyrir Fólkið og Innrás II
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Í tilefni Alþjóðlega safnadagsins mun Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna, vera með leiðsögn um sýningarnar tvær sem nú standa yfir í Ásmundarsafni.

Annarvegar er yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara þar sem sjónum er beint að öllum ferli listamannsins allt frá tréskurðarnámi hjá Ríkarði Jónssyni og til síðustu ára listamannsins.

Hinsvegar er sýningin Innrás II þar sem ný verk Hrafnhildar Arnardóttur / Shoplifter kallast á við list Ásmundar Sveinssonar. Verk Hrafnhildar Arnardóttur / Shoplifter eru allt í senn rómantísk, kjánaleg, fyndin og falleg. Hún hefur leikið sér með andstæður, fínlega efnisnotkun og handverk ásamt ofhlæði og afkáraleika.

Alþjóðlegi safnadagurinn haldinn hátíðlegur á Íslandi í samstarfi við Íslandsdeild ICOM. Sem fyrr bjóða söfn landsmönnum upp á glæsilega dagskrá í tilefni dagsins. Markmiðið með deginum er að kynna og efla safnastarf á Íslandi. Í tilefni dagsins er frítt inn í mörg söfn og landsmenn eru hvattir til að heimsækja söfn og njóta skemmtunar og fræðslu fyrir alla fjölskylduna.

Verð viðburðar kr: 
0