18. maí 2018 - 11:30

Alþjóðlegi safnadagurinn: Leiðsögn - Tak i lige måde: Samtímalist frá Danmörku

Alþjóðlegi safnadagurinn: Leiðsögn - Tak i lige måde: Contemporary Art from Denmark
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Í tilefni Alþjóðla safnadagsins mun Markús Þór Andrésson sýningarstjóri vera með leiðsögn um sýninguna Tak i lige måde: Samtímalist frá Danmörku.

Árið 2018 eru 100 ár liðin frá því að Ísland hlaut fullveldi sem markaði veg landsins til sjálfstæðis undan dönskum yfirráðum. Listasafn Reykjavíkur minnist þessara tímamóta með því að bjóða valinkunnum dönskum samtímalistamönnum að sýna í safninu. Mikil gerjun á sér stað í danskri myndlist, ekki síst í ljósi breyttrar heimsmyndar í pólitísku og samfélagslegu tilliti. Þær hræringar endurspeglast í allri listsköpun og gestir fá innsýn í þær í nýjum verkum frá frændum okkar og fyrrum herraþjóð Íslendinga.

Dönsku listamennirnir eru Jeannette Ehlers, Jesper Just, John Kørner og Tinne Zenner. 

Alþjóðlegi safnadagurinn haldinn hátíðlegur á Íslandi í samstarfi við Íslandsdeild ICOM. Sem fyrr bjóða söfn landsmönnum upp á glæsilega dagskrá í tilefni dagsins. Markmiðið með deginum er að kynna og efla safnastarf á Íslandi. Í tilefni dagsins er frítt inn í mörg söfn og landsmenn eru hvattir til að heimsækja söfn og njóta skemmtunar og fræðslu fyrir alla fjölskylduna.

Verð viðburðar kr: 
0