4. desember 2019 - 11:00

Afhending kærleikskúlunnar

Afhending kærleikskúlunnar
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra býður til athafnar í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum.

Kærleikskúla hvers árs er afhent verðugri fyrirmynd eða fyrirmyndum við hátíðlega athöfn. Allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar fer í að styrkja sumarbúðirnar í Reykjadal þar sem börn og ungmenni með fatlanir geta komið og dvalið yfir sumar eða vetrartímann.

Áslaug Arna og Nína Kristín Sigurbjörnsdætur afhenda Kærleikskúluna í ár og bjöllukór tónstofu Valgerðar mun spila vel valin jólalög.

Listamaður Kærleikskúlunnar 2019 kynnir verk sitt.

Léttar veitingar að athöfn lokinni.

Kærleikskúlan 2019 verður seld í safnbúðum Listasafns Reykjavíkur 7.-21. desember.

Verið hjartanlega velkomin!