Ævintýraveröld litanna

Ævintýraveröld litanna er vikulangt hálfs dags námskeið ætlað fyrir 6 – 8 ára börn 12. – 16. júní. Námskeiðið verður haldið á Kjarvalsstöðum, inni og úti í tengslum við sýninguna sem nú er uppi. Við málum skuggamálverk og leikum okkur saman á skapandi og uppbyggilegan hátt inni í sýningunni og í listasmiðju, þar sem börnin gera Kjarvalsstaði að sínu. Athugið að takmarkaður fjöldi er á námskeiðið og gert ráð fyrir að greiðslur hafi borist a.m.k. einni viku fyrir upphaf námskeiðs.
Námskeiðið er hálfan daginn kl. 9 - 12 og gert er ráð fyrir að börnin komi með nesti með sér og klædd eftir veðri.
Skráning fer fram á sumar.vala.is
Leiðbeinandi er Maríanna Eva Dúfa Sævarsdóttir myndlistarmaður.
Maríanna Dúfa (f.1992) er sjálfstætt starfandi myndlistamaður sem útskrifaðist með BA gráðu af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands vorið 2022. Listsköpun Dúfu rannsakar alla mögulega snertifleti umhyggju og tengingu hvort sem það sé við náungann eða umhverfið. Þar finnur hún sköpunarkraftinn með því að virða fyrir sér ævintýrin sem finnast í hversdagsleikanum. Verk hennar eru ýmist í formi videóverka, innsetninga, gjörninga og þá efst á baugi þátttökugjörninga.