Rannsóknir og varðveisla

Starfsfólk deildar rannsókna og varðveislu hefur umsjón með og ber ábyrgð á allri vörslu, sýningagerð og rannsóknum sem byggja á safnkosti listasafnsins sem og þjónustu við samstarfsaðila, gesti og viðskiptavini safnsins. Starfsfólk deildarinnar starfar fyrir innkaupanefnd safnsins og hefur umsjón með allri söfnun. Þá hefur starfsfólk deildarinnar umsjón með skráningu og varðveislu safnkosts, verkferlum, gagnagrunnum, geymsluhúsnæði og aðstæðum. Einnig umsjón og eftirlit með listaverkum í eigu Reykjavíkurborgar sem safnið ber ábyrgð á og staðsett eru á opinberum stöðum í borginni. 

Til baka