Listasjóður Guðmundu

Listasjóður Guðmundu S. Kristinsdóttur

Sjóðinn stofnaði Erró til minningar um móðursystur sína, Guðmundu S. Kristinsdóttur. Listasjóður Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi var stofnaður í tilefni af gjöf Errós á andvirði íbúðar að Freyjugötu 34, er Guðmunda arfleiddi hann að. Markmið sjóðsins er að styrkja listakonur með því að veita framlag til viðurkenningar og eflingar á listsköpun þeirra. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun í vörslu borgarsjóðs Reykjavíkur. Umsjón með sjóðnum hafa Reykjavíkurborg og Errósafn. Stjórn sjóðsins skipa safnstjórar Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands og Listasafnsins á Akureyri.

Ljósmyndin er tekin við afhendingu viðurkenningarinnar í Hafnarhúsinu árið 2021 þegar Anna Rún Tryggvadóttir hlaut styrkinn. Frá vinstri: Ólöf K. Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Anna Rún Tryggvadóttir og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.  

Handhafar viðurkenningar úr Listasjóði Guðmundu:
1998 Ólöf Nordal
1999 Finna Birna Steinsson
2000 Katrín Sigurðardóttir
2001 Gabríela Friðriksdóttir
2002 Sara Björnsdóttir
2003 Þóra Þórisdóttir
2004 Guðrún Vera Hjartardóttir
2006 Hekla Dögg Jónsdóttir
2008 Hulda Stefánsdóttir
2009 Margrét H. Blöndal
2010 Sara Riel
2011 Þórdís Aðalsteinsdóttir
2012 Ósk Vilhjálmsdóttir
2013 Guðný Rósa Ingimarsdóttir
2014 Ásdís Sif Gunnarsdóttir
2015 Sirra Sigrún Sigurðardóttir
2016 Hildigunnur Birgisdóttir
2017 Elín Hansdóttir
2018 Dodda Maggý
2019 Hulda Rós Guðnadóttir
2021 Anna Rún Tryggvadóttir
2022 Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
2022 Ingibjörg Sigurjónsdóttir - aukaúthlutun í tilefni níræðisafmælis Errós