Salir

Hægt er að leigja fjölbreytt rými í safnhúsum Listasafns Reykjavíkur fyrir veislur og viðburði í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni. Almennt er útleigu ætlað að fara fram utan opnunartíma safnsins, nema þegar um lokaða fundi er að ræða.

Verð (með vsk):

Hafnarhús:

Dagleiga á fjölnotarými hálfur dagur  71.000 kr.

Dagleiga á fjölnotarými heill dagur   100.000 kr.

Kvöldleiga á fjölnotarými 0-4 klst  141.600 kr.

Kvöldleiga á fjölnotarými 4+ klst   170.000 kr.

Kvöldleiga á porti 0-4*                   537.000 kr.

Kvöldleiga á porti 4-7*                     645.000 kr.

*Upphæð með VSK. Ef leigutími fer framyfir er greitt sérstaklega fyrir það. 

Kjarvalsstaðir:

Dagleiga fundarsalur hálfur dagur         49.000 kr.
Dagleiga fundarsalur heill dagur            76.500 kr.
Kvöldleiga fundarsalur hálfur dagur    104.900 kr.
Kvöldleiga almennt rými 0-4* klst           236.000 kr.
Kvöldleiga almennt rými 4-7* tímar         356.600 kr.

*Upphæð með VSK. Ef leigutími fer framyfir er greitt sérstaklega fyrir það. 

Ásmundarsafn:

Kvöldleiga almennt rými 0-4* tímar  214.000 kr.

Kvöldleiga almenn rými 4-7* tímar    273.000 kr.

*Upphæð með VSK. Ef leigutími fer framyfir er greitt sérstaklega fyrir það. 

Bókanir og nánari upplýsingar:
listasafn hjá reykjavik.is
Sími 411 6400
 

Ásmundarsafn er leigt út fyrir viðburði eins og móttökur, giftingaveislur, myndatökur, fundi og fleira. Ekki er aðstaða til matargerðar eða geymslu á veitingum í húsinu. Húsið rúmar allt að 130 gesti. Sýningar safnsins eru aðgengilegar gestum en semja þarf fyrirfram um leiðsögn um sýningarnar á íslensku eða öðrum tungumálum.

Kjarvalsstaðir eru leigðir út fyrir viðburði eins og giftingaveislur, erfisdrykkjur, móttökur, fundi, afmæli, árshátíðir, tónleika, myndatökur og fleira. Veislusalur rúmar allt að 450 gesti og fundarsalur allt að 70 gesti. Sýningar safnsins eru aðgengilegar gestum ef samið er um það fyrirfram og hægt er að óska eftir leiðsögn á íslensku eða öðrum tungumálum.

Hafnarhúsið er leigt út fyrir viðburði eins og tónleika og tónlistarhátíðir, árshátíðir, giftingaveislur, afmæli, móttökur, fundi, kvikmyndahátíðir, myndatökur og fleira. Portið rúmar allt að 1.000 gesti og fjölnotasalurinn allt að 150 gesti. Sýningar safnsins eru aðgengilegar gestum ef samið er um það fyrirfram og hægt er að óska eftir leiðsögn á íslensku eða öðrum tungumálum.