Veldu ár

2023 (10)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
16.02.2023
07.05.2023

Kviksjá: Alþjóðleg safneign

Á sýningunni gefst sjaldgæft tækifæri til að fá innsýn í þann hluta safneignar  Listasafns Reykjavíkur sem tileinkaður er alþjóðlegri myndlist.

Hvað veldur því að verk eftir erlenda listamenn rata í hendur safnsins? 

Í gegnum tíðina hafa safninu borist gjafir frá listamönnum og velunnurum um víða veröld og eins hafa verk verið keypt í safneignina. Þá eru nokkur verk eftir heimskunna listamenn í almannarými borgarinnar og þar með í eigu og umsjón safnsins. Hér má nefna verk eftir þekkta listamenn eins og Yoko Ono, Richard Serra, Roni Horn og Claudio Parmiggiani.

Af um sautján þúsund skráðum verkum, skissum og öðrum safnkosti eru tæplega eitt þúsund eftir alþjóðlega listamenn. Þar eru nöfn sem telja mætti til „Íslandsvina“ en mikill fjöldi erlendra listamanna hefur bundist landinu sterkum böndum og haft víðtæk áhrif á íslenskt listalíf meðal annars með því að skilja eftir sig listaverk hér á landi. Mörgum hefur landið líka verið hugmyndalegur grunnur verka eða uppspretta myndefnis sem borðið hefur landið og menningu þess víða.   

Á sýningunni Kviksjá – alþjóðleg safneign má sjá forvitnileg verk frá ýmsum tímum. Fyrir utan verk eftir listamenn sem dvalið hafa langdvölum hér á landi eru á sýningunni verk eftir listamenn á borði við Carolee Schneemann og Jean Jacques Lebel sem eru tilkomin vegna tenginga við Erró og veglegar gjafir hans til safnsins, auk sérstakrar gjafar á verkum Flúxus-listamanna. Af nógu er að taka og óhætt að segja að hér kenni ýmissa grasa.

Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni eru, Dale Chiluly, Ian Hamilton Finley, Roni Horn, Patrick Huse, Bernd Koberling, Alicja Kwade, Kazumi Nakamura, Yoko Ono, Karin Sander,  Lawrence Weiner og Barbara Westman.

Í ár, 2023, fagnar Listasafn Reykjavíkur því að 50 ár eru liðin frá því fyrsta aðsetur safnsins var formlega opnað á Kjarvalsstöðum. Í tilefni tímamótanna verður sérstakur gaumur gefinn að safneigninn og tækfærið nýtt til til þess að skoða og sýna gersemar úr safneigninni.

Með þessari sýningu hefst formlega sýningaröð á verkum úr safneign Listasafns Reykjavíkur undir yfirskriftinni Kviksjá. Í mars til ágúst mun standa yfir sýningin Kviksjá – Íslensk myndlist á 20. öld og frá frá júní til september Kviksjá – Íslensk myndlist á 21. öld  í Hafnarhúsi.

 

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.

Viðburðir tengdir sýningu

Hafnarhús
2. apríl 2023 - 11:00
Hafnarhús, Kjarvalsstaðir
27. apríl 2023 - 17:00