Höfuð­skepnur

Hrafnkell Sigurðsson

Höfuðskepnur

Hafnarhús

-

Að fornu var efnisheimi jarðar skipt í fjögur frumefni: Jörð, vatn, loft og eld.

Sú kenning ljær sýningunni yfirskriftina, Höfuðskepnur.

Hér eru kynnt nýleg verk samtímalistamanna sem kalla með ólíkum hætti fram hugrenningartengsl við þessa frumkrafta náttúrunnar. Breytingar í umhverfinu eru til skoðunar í verkum sex listamanna sem beina sjónum að ummyndun ólífræns efnis, eins og bráðnun, storknun, uppgufun og kristöllun. Umfang og hröðun náttúrulegra ferla allt í kring minna okkur á að veröldin er á heljarþröm. Hvert stefnir og hvað tekur við?

Sýningin er hluti af stærra verkefni. Árið 2024 tók Listasafn Reykjavíkur fyrir hönd Reykjavíkurborgar þátt í samstarfi við Ósló í Noregi og í Cluj-Napoca í Rúmeníu tengt Loftslagsborgum Evrópu. Markmiðið var að skiptast á hugmyndum um það hvernig hvetja mætti ungt fólk til vitundar og samtals um loftslagsmál í gegn um myndlist, listsköpun og -upplifun. Þáttur í framlagi Listasafns Reykjavíkur er spennandi fræðsluverkefni í sumar. Safnið tekur á móti nemendum Vinnuskóla Reykjavíkur í Hafnarhúsi, einum hópi á dag, þar sem þau fá tækifæri til þess að njóta lista, fara í leiki, skapa eigin verk og eiga í fjörugum samræðum. Verkefninu lýkur með uppsetningu sýningar í fjölnotasal á afrakstri verkefnisins á Menningarnótt. Sýningin Höfuðskepnur er lykilþáttur í heimsókn ungmennanna.

Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Alessa Brossmer, Hrafnkell Sigurðsson, Jóhanna Bogadóttir, Ragna Róbertsdóttir, Rúrí og Þorbjörg Jónsdóttir.

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun

Ítarefni

Sýningarstjóri

Markús Þór Andrésson

Kynningarmynd

Hrafnkell Sigurðsson, LOFTNET 423 / AERIALS 423