Veldu ár

2021 (13)
2020 (22)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
27.01.2022
27.03.2022

D46 Ásgerður Birna Björnsdóttir

  • D46 Ásgerður Birna Björnsdóttir: Ég hef þig í vasanum

Ásgerður Birna Björnsdóttir (f. 1990) lauk BA-prófi í myndlist frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2016. Verk hennar eiga sér stað á breiðum efnislegum skala; örfínar agnir, kílómetrar af rafmagnsvír, torkennileg lykt eða blikkandi augu á saklausum símaskjá. Birna laðast að því sem virðist vera á barmi þess að vera til; hið ósnertanlega og ósýnilega. Í myndheimi Birnu er tilvera hlutar eða hugmyndar gjarnan undirstrikuð með fjarveru hennar. 

Ásgerður Birna er einn stofnenda Laumulistasamsteypunnar, GSM (sýningarrýmis í hljóð-bylgjum) auk þess sem hún rak sýningarrýmið at7 í Amsterdam 2017-2019. Verk Birnu hafa meðal annars verið sýnd í Nýlistasafninu, Cosmos Carl, Kling og Bang, at7 sýningarrými, Elswhere Museum, Open, Sequences VIII og á heimasíðu bandaríska tímaritsins Art in America. Hún tók einnig þátt í Haustlaukum – Ný myndlist í almannarými á vegum Listasafns Reykjavíkur árið 2019.

Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Hér er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni.

 

Listamaður/-menn: 
Sýningarstjóri/-ar: 
Edda Halldórsdóttir

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.