Veldu ár

2021 (9)
2020 (22)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
09.12.2021
30.01.2022

D45 Baldvin Einarsson

Baldvin Einarsson (1985) er 45. listamaðurinn til að sýna í sýningaröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal. Baldvin býr og starfar í Antwerpen í Belgíu. Hann útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2011 og lauk meistarapróf í sömu grein frá Konunglega Listaháskólanum í Antwerpen árið 2013. Hann stofnaði og rak, ásamt öðrum, listamannareknu sýningarýmin Kunstschlager í Reykjavík (2012 – 2015) og ABC Klubhuis í Belgíu (2017-2019). Baldvin hefur sýnt verk sín víða á Íslandi m.a. í safni Péturs Arasonar, Harbinger, Kling & Bang, Listasafni Reykjarvíkur, Listasafni Árnesinga, Hafnarborg og svo hér og þar um Evrópu en þá helst í Belgíu.
 
Á sýningunni skoðar Baldvin samspil þess innra og þess ytra og varpar fram vangaveltum um hvað sé fyrirfram ákveðið, frjálsan vilja og margt fleira. Hann hefur unnið verk í hina ýmsu miðla og notar gjarnan tungumálið og samskipti sem kveikju og efnivið. 
 
Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Hér er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni.

Listamaður/-menn: 
Sýningarstjóri/-ar: 
Birkir Karlsson

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.