Venslalist

Venslalist (Relational aesthetics)
Í tilraun til þess að taka utan um nýjar aðferðir samtímalistamanna hafa komið fram nýstárleg hugtök eins og „venslalist“ (e. relational aesthetics). Orðið vensl merkir tengsl og venslalist er notað um verk sem byggjast á mannlegum samskiptum og félagslegu samhengi. Þá skiptir efniviður eða framsetning verkanna minna máli en lykiláherslan er á virk tengsl, til dæmis á milli listamanns, þátttakenda og/eða áhorfenda.

Dæmi úr safneign:
Í kjölfar bankakreppunnar árið 2008 unnu stjórnvöld og samfélagið allt að ótal verkefnum til uppbyggingar og úrbóta. Mikið mæddi á ráðherrum ríkisstjórnarinnar og fólki í öðrum ábyrgðarstöðum. Listamaðurinn Ólafur Sveinn Gíslason átti í samskiptum við fjármálaráðherra á þessum tíma um að fá vinnuföt hans til handargagns. Hann vann í kjölfarið listaverkið Þjóðarsál úr jakkafötum Steingríms J. Sigfússonar. Verk Ólafs Sveins spretta upp úr samskiptum og samtölum og eru gjarnan unnin í nánu samstarfi við einstaklinga og hópa. Þannig mætti nota hugtakið „venslalist“ um listsköpun hans.

Mynd: Ólafur Sveinn Gíslason, Þjóðarsál, 2006