Umhverfi

Umhverfi (Environment)
Umhverfi má skipta í manngert og náttúrulegt, í hús og borgir eða landslag og lífríki. Listamenn fjalla um tengsl okkar við umhverfið, hvernig við lærum að þekkja það og lifa í því. Þá skoða þeir sérstaklega breytingar sem eru að verða í umhverfinu, til dæmis þær sem tengjast hamfarahlýnun. 

Dæmi úr safneign:
Anna Júlía Friðbjörnsdóttir býr til verk þar sem hún ímyndar sér að umhverfið sé að reyna að senda manninum skilaboð. Hún býr til steingervinga sem byggjast á mors-skilaboðum sjómanna. Þar má t.d. lesa: „Þú stefnir í voða“. Verkið bendir á að kannski hefur maðurinn tapað hæfileika til að lesa í og skilja náttúrulegt umhverfi sitt.

Mynd: Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, NF (Þú stefnir í voða), 2019