Tvívíður

Tvívíður ( Two-dimensional)
Allir flatir listmiðlar, eins og málverk, teikning og ljósmynd, teljast til tvívíðra listaverka. Uppbygging tvívíðra verka býr yfir lengd og breidd en ekki yfir dýpt.

Dæmi úr safneign:
Listasafn Reykjavíkur varðveitir sérstakt safn verka Errós en hann er listamálari sem notar fundnar myndir úr dægurmenningu, auglýsingum, listasögu, áróðursherferðum, fréttum og teiknimyndum sem hráefni í málverk sín. Hann klippir saman fundnu myndirnar héðan og þaðan og málar síðan í eina heildsteypta, flata og tvívíða mynd. Erró fæst við aðra tvívíða miðla eins og grafík og prent. 

Mynd: Erró, Mangaway, 2015