Þrívíður

Þrívíður (Three-dimensional)
Þrívið listaverk er hægt að skoða frá ýmsum hliðum, samanber skúlptúr, innsetningar eða önnur rýmisverk. Þrívíð verk eru efnisleg og búa yfir lengd, breidd og dýpt.

Dæmi úr safneign:
Skúlptúr Auðar Lóu er búinn til úr pappamassa sem hún lakkar með háglansandi lakki. Þá lítur verkið út fyrir að vera úr postulíni og virkar eins og skrautstytta. Auður vinnur verkið í höndunum og mótar það í þrívídd. Hún líkir eftir raunverulegum hlut, farsíma og hleðslusnúru, en efniviðurinn er grófur og hún nær ekki að gera fullkomna eftirlíkingu. Verkið minnir okkur á hversu mikilvægir símarnir eru okkur í daglegu lífi og er grátbroslegur minnisvarði um samtímann.

Mynd: Auður Lóa Guðnadóttir, Sími í hleðslu, 2020