Textíll

Textíll / Textile
Textíll er orð sem lýsir því þegar fólk notar plöntu-, dýra- eða gervitrefjar til listsköpunar, hönnunar eða skrauts. Textíll getur verið vefnaður, þæfing, saumur eða önnur meðhöndlun þráðar og efnis. Hann hefur fylgt mannkyninu frá upphafi siðmenningar og textíllist á sér mjög langa sögu. Aðferðum og efnum sem notuð eru við gerð textílverka hefur fjölgað gríðarlega með tilkomu ýmissa gerviefna og þróun nýrrar tækni. Orðið textíll er dregið út latínu og merkið þar að vefa eða flétta saman.

Dæmi úr safneign:  
Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, hefur sérhæft sig í textíl. Verk hennar eru mörg hver unnin með gervihárlengingum sem eru í raun litað plastefni en flokkast sem textíll. Verk hennar Chromazone er eins og loðið snjóhús í laginu eða loðinn hellir þar sem maður er umvafinn litum og mýkt. Heiti verksins er orðaleikur því að „chromosome“ þýðir litningur („chroma“ er litur og „soma“ líkami) en hér er blandað saman orðunum litur og rými („chroma“ og „zone“).

Mynd: Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, Chromazone, 2021