Staðbundið verk

Staðbundið verk (Site specific work)
Staðbundið listaverk er gert fyrir ákveðinn stað eða rými og öðlast merkingu sína út frá staðsetningunni. Slíkt verk er unnið í beinu samhengi við tiltekinn sýningarsal, byggingu eða stað í borginni eða náttúrunni. Ekki er er hægt að færa verkið úr stað og sýna það annars staðar, því að ef samhengið á milli listaverks og staðar rofnar glatar verkið gildi sínu.

Dæmi úr safneign:
Áfangar er heiti staðbundins listaverks eftir myndlistarmanninn Richard Serra. Það leggur undir sig alla Vestureyju (minni hlutann af Viðey) og setur sterkan svip á ásýnd hennar og umhverfi. Maður nýtur verksins með því að ganga um eyjuna, á milli stuðlabergspara, og sjá hvernig þau ramma inn ólík sjónarhorn. Serra sagðist á sínum tíma vilja „láta þessa steindranga mæla landið og mæla tengsl áhorfandans við sitt eigið fótatak.“ Verkið er bundið staðnum þar sem það er sett upp og því væri ekki hægt að færa þetta verk úr stað og setja eitthvað annað.

Mynd: Richard Serra, Áfangar, 1990 (vantar mynd)