Skynjun

Skynjun (Perception)
Skynfæri manneskjunnar eru fimm: Sjón, heyrn, snerting, bragð og lykt. Með þeim tökum við inn umhverfisáreiti og skynjum umhverfi okkar. Myndlist fjallar oft um þetta flókna ferli, hvernig skynjun virkar almennt, en líka hversu ólík hún getur verið á milli fólks.

Dæmi úr safneign:
Verk Magnúsar Helgasonar lítur út eins og venjulegur pappakassi sem er hengdur upp á vegg. Ef maður gefur kassanum gaum og fylgist aðeins með honum kemur maður kannski auga á óvenjulega hreyfingu. Á kassanum er víraflækja sem kippist til og snýst af sjálfu sér. Inni í kassanum er nefnilega segull sem snýst. Verkið fjallar um skynjunina og hvernig hún virkar. Við erum vön svo mörgu í daglegu lífi að við tökum ekki einu sinni eftir því. Þegar eitthvað óvenjulegt gerist kviknar á skynfærum okkar og við tökum eftir umhverfinu á nýjan hátt.

Mynd: Magnús Helgason, Aha-kassinn, 2021

Vídeó: SKYNJUN