Rými

Rými (Space)
Rými er afmarkaður staður eða svæði inni í byggingu eða utanhúss. Sýningarsalur í safni er til dæmis rými sem markast af gólfi, veggjum og lofti. Torg getur líka verið rými. Talað er um að listaverk kallist á við rými ef það passar vel þar sem það er sýnt eða tekur tillit til umhverfisins. Sum listaverk mynda rými í sjálfu sér.

Dæmi úr safneign:
Hægt er að tala um tvö rými í verki Hrafnhildar Arnardóttur / Shoplifter sem hún nefnir Chromo Zone. Þegar maður kemur að verkinu er það eins og stórt loðið snjóhús á miðju gólfi í rými sýningarsalarins. Síðan getur maður farið inn í verkið og þar er sjálfstætt rými með marglitum og loðnum veggjum.

Mynd: Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter, Chromozone, 2021