Póstmódernismi

Póstmódernismi (Postmodernism)
Póstmódernismi er hugmyndafræði sem var ríkjandi í listum og heimspeki á seinni hluta 20. aldar. Hún tók við af módernisma sem var ráðandi framan af öldinni, en forskeytið „póst“ þýðir „á eftir“. Póstmódernismi tengist efahyggju, kaldhæðni og gagnrýni á hugmyndir um algildan sannleika og hlutlægan veruleika.

Dæmi úr safneign:
Verk Errós endurspegla anda póstmódernískrar hugmyndafræði. Hann afneitar því að vera frumlegur og skapandi listamaður og fagnar því að endurtaka fundið myndefni, klippa það sundur og líma saman. Þannig setur hann fram nýja og nýja merkingu, því að það er ekki til einn stakur veruleiki. 

Mynd: Erró, Næturriddari, 1985