Mínimalismi

Mínimalismi (Minimalism)
Mínimalismi kom fram um árið 1960 sem andsvar við listsköpun fyrri tíma. Mínimalísk myndlist býr yfir eigin raunveruleika og er ekki eftirlíking af einhverju öðru (mannslíkamanum, landslagi, …). Hún byggist heldur ekki á tjáningu og kallar ekki fram tilfinningar (gleði, sorg, …). Þar ræður regla, endurtekning, efni og form. Mínimalistar vildu að áhorfandinn brygðist aðeins við því sem fyrir augu bar. Mínimalismi er einnig kallaður naumhyggja og hefur haft mikil áhrif á listsköpun allt til dagsins í dag.

Dæmi úr safneign:
Hildur Bjarnadóttir styðst að mörgu leyti við mínimalíska aðferð í málverkum sínum. Hún setur sér reglu og aðferðafræði sem hún framfylgir þannig að verkið tekur á sig mynd nánast af sjálfu sér. Verkin eru ofin úr lóðréttum og láréttum þráðum sem Hildur hefur handlitað með náttúrulegum litum í bland við akrýllit.  

MyndHildur Bjarnadóttir, margskonar mismunandi eiginleikar, 2016