Málverk

Málverk (painting)
Hefðbundin skilgreining á málverki er myndræn framsetning á tvívíðum fleti þar sem fljótandi litur er borinn á undirlag (t.d. striga eða pappír) með pensli eða öðru verkfæri. Til eru mismunandi undirgreinar málverks, t.d. olíumálverk, akrýlmálverk eða vatnslitaverk, allt eftir því hvaða efni og aðferð er notuð. Í seinni tíð hafa myndlistarmenn verið duglegir við að þenja út hugmyndina um hvað telst vera málverk, tilraunir sem hafa gefið af sér mörg spennandi verk sem snúa upp á hefðbundna skilgreiningu á málverki, hvaða efni eru notuð, eða teygja verkin út í rýmið.  

Dæmi úr safneign:  
Kristján Steingrímur spáir í það hvernig við tengjumst hinum ýmsu stöðum. Hann skoðar umhverfi og aðstæður en tekur síðan með sér mold eða sand frá staðnum og notar í listaverk. Hér hefur hann tekið jarðefni frá eldfjallinu fræga, Heklu, og búið til málverk. Hann málar ekki mynd af fjallinu heldur notar efnið beint og býr til ólíka litafleti. 

Mynd: Kristján Steingrímur Jónsson, H3, H4 og H5, 2021