List um list

List um list / Art about art
Listaverk sem fjallar á einhvern hátt um listheiminn er stundum kallað list um list. Þá er verið að fjalla um hlutverk listamannsins, eðli listaverksins, arf listasögunnar eða eitthvað annað sem tilheyrir listheiminum.

Dæmi úr safneign:
Verkið Ruggustóll eftir Baldur Geir Bragason er þrívíður skúlptúr sem lítur út eins og ruggustóll. Hann er hins vegar búinn til úr efnivið dæmigerðs málverks; rammaefni, striga og málningu. Ruggustólar eiga líka að geta ruggað fram og til baka, en þessi er frosinn í miðju ruggi. Listamaðurinn veltir fyrir sér mörkum þrívíðs skúlptúrs og tvívíðs málverks og þeirri kyrrstöðu sem ríkir í listaverkum. Baldur Geir setur fram spurningar um eðli listaverka, það er list um list!

Mynd: Baldur Geir Bragason, Ruggustóll, 2007

Vídeó: LIST UM LIST