Konseptlist

Konseptlist (Conceptual Art)
Á árunum eftir 1960 leituðu listamenn leiða til þess að skapa myndlist án þess að framleiða hluti. Þá þróaðist meðal annars konseptlist (e. conceptual art), þar sem hugmyndin að baki verkinu var útfærslunni yfirsterkari. Tungumálið varð sjálfsagður hluti af myndlistarverkum. Konseptlist átti sitt blómaskeið í kringum árið 1970 en fjölmargir samtímalistamenn byggja verk sín og aðferðir á þeim grunni. Konseptlist er stundum kölluð hugmyndalist eða hugtakalist.

Dæmi úr safneign:
Yoko Ono er ein frægasti konseptlistamaður heims. Hún kom fram með svokölluð fyrirmælaverk. Þar býður hún áhorfendum að taka þátt í sköpun verkanna, hún leggur til hugmynd en áhorfendur framkvæma verkið eða láta duga að ímynda sér það. Í Viðey er þekkt konseptverk Yoko Ono, Friðarsúlan. Þar lýsir ljósgeisli upp í himininn og hvetur alla sem sjá hann til þess að ímynda sér heimsfrið.

Mynd: Yoko Ono, Friðarsúlan, 2007

Vídeó: KONSEPTLIST