Inntak

Inntak (Subject matter)
Viðfangsefni listamanna, það sem þeir vilja segja með verkum sínum, er kallað inntak. Listaverk getur fjallað um eitt og annað, endurspeglað ýmislegt, en inntakið er nær því að vera kjarni þess. Segja má að inntak listaverks sé það sem listamanni liggur mest á hjarta.

Dæmi úr safneign:
Ljósmyndir Ólafar Nordal eru portrettmyndir af hrútum. Titill verksins, Forystufé, hjálpar okkur að skilja að um er að ræða einstakan stofn sem finnst hvergi annars staðar í heiminum. Þessir tilteknu forystusauðir heita Prinsessa í Haukholtum og Siggi frá Gunnarsstöðum. En hvert er inntak verksins? Með því að skoða það í samhengi annarra verka eftir sama listamann mætti komast nær því. Þá sést að Ólöf skoðar aftur og aftur hluti sem ljá Íslandi menningarlega sérstöðu. Hún skoðar með ýmsum hætti hina ríkulegu arfleifð sem við eigum, þjóðsögur og hefðir, hvernig við umgöngumst þær og hvaða hlutverki þær gegna. Verkin eru vissulega mjög skemmtilegar myndir af hrútum en inntak þeirra er annað.

Mynd: Ólöf Nordal, Forystufé, 2019

Vídeó: INNTAK