Húmor

Húmor (Humor)
Ein leið til þess að ná til fólks er húmor eða kímni og listamenn nota húmor til að fanga athygli áhorfenda sinna. Þeir gera grín að sjálfum sér og öðrum, setja hluti fram í hlægilegu samhengi eða búa til sjónræna brandara. Þá er gjarnan spilað á væntingar okkar um hvernig hlutirnir eiga að vera en svo kemur eitthvað óvænt í ljós sem fær mann til að hlæja.

Dæmi úr safneign:
Í verki Egils Sæbjörnssonar, Fimm kassar, notar hann samspil raunverulegra hluta og vídeóvörpunar til að búa til skemmtilegt sjónarspil. Kassarnir minna á stöpla undir listaverk en þeir geta opnast og lokast með látum og ýmsir hlutir fljúga upp úr þeim og allt um kring. Verkið tekur sjálft sig ekki of alvarlega og listamaðurinn notar óspart húmor og fimmaurabrandara. Um leið fær hann mann til að staldra við og hugsa lengra.

Mynd: Egill Sæbjörnsson, Fimm kassar, 2009