Femínismi

Femínismi (Feminism)
Með femínisma í myndlist er átt við gagnrýna afstöðu listamanna sem kemur fram í verkum þeirra. Femínismi er ekki bundinn við stíl, tímabil eða miðil. Hann á rætur að rekja til réttindabaráttu kvenna og hugmyndafræði sem kom fram á Vesturlöndum á 8. áratugnum.

Femínismi felst meðal annars í gagnrýninni sýn á hlut kvenna í samfélaginu, stöðu þeirra í listasögunni og staðalímyndum sem birtast í almennri umræðu. Í seinni tíð hefur femínísk afstaða jafnframt tekið til annarra jaðarsettra hópa í samfélaginu.  

Dæmi úr safneign:
Auður Lóa Guðnadóttir minnist brautryðjenda í femínískri myndlist í verki sínu, Guerilla Girls. Það var hópur ónefndra kvenna í New York sem benti á kynjamisrétti og fordóma sem viðgekkst innan listheimsins.  
 
Mynd: Auður Lóa Guðnadóttir, Guerilla Girls, 2020