Arfleifð

Arfleifð (Heritage)
Arfleifð er það sem við fáum í arf fá fyrri kynslóðum. Það geta bæði verið efnislegir hlutir, eins og mannvirki eða listaverk, en líka óefnislegir hlutir, eins og tungumál, hefðir og trú. Margir listamenn vinna með eigin arfleifð og hvernig við umgöngumst hana í samtímanum.

Dæmi úr safneign:
Trúin á álfa og huldufólk er hluti af íslenskri arfleifð. Hvernig lítum við á þessa þjóðtrú í dag? Steingrímur Eyfjörð skapaði verk sitt samkvæmt upplýsingum sem hann fékk frá huldumanni. Listamaðurinn komst í samband við hann í gegnum miðil og fékk margt að vita um hulduheima. Steingrímur óskaði eftir að kaupa huldukind og fékk hana í skiptum fyrir verkfæri sem huldumaðurinn óskaði eftir. Eftir nákvæmri lýsingu huldumannsins útbjó Steingrímur Gerðið fyrir huldukindina og bastkörfuna til þess að flytja hana á milli staða.

Mynd: Steingrímur Eyfjörð, Gerðið, 2007

Vídeó: ARFLEIFÐ