Án titils

Án titils (Untitled)
Listamenn geta bætt við listaverkið sitt með því að gefa því nafn. Stundum hjálpar það manni við að skilja samhengi eða tengingu sem er annars ekki augljós. Svo eru aðrir listamenn sem vilja að listaverkið standi nafnlaust svo að titillinn sé ekki að trufla. Þá er verkið bara sagt vera „án titils“. Kannski dettur manni sjálfum í hug einhver góður titill?

Dæmi úr safneign:
Teikningar Margrétar Blöndal eru fínlega unnar, meðal annars með ólífuolíu og litadufti. Stundum er hægt að greina hvað er á teikningunni og stundum ekki. Margrét vinnur yfirleitt út frá einhverju kunnuglegu í byrjun en í ferlinu leysist það upp og verður sjálfstætt. Verkin eru öll „Án titils“. Kannski er hugmyndin að við áhorfendur eigum ekki að velta því of mikið fyrir okkur hvað er á myndinni, þá erum við bundin þeirri hugmynd og sjáum ekkert annað. Verk Margrétar eru opin og óræð og það er hluti af upplifuninni að geta sér til, þykjast sjá eitthvað eða ekki og njóta verkanna á hinum sjónrænu forsendum.

Mynd: Margrét Blöndal, Án titils, 2018

Vídeó: ÁN TITILS