Abrakadabra

Abrakadabra er dularfullt orð sem tengist töfrum. Það er mjög gamalt og uppruni þess er ókunnur. Líklega er það dregið úr hinu forna tungumáli arameísku og þýðir: „Það sem ég segi verður að veruleika.“

Á sýningunni Abrakadabra í Listasafni Reykjavíkur er þessari gömlu töfraþulu líkt við það hvernig listamenn vinna. Það er að segja; listamenn fá hugmyndir og láta þær verða að listaverkum. Töfrar – ekki satt?

Til eru fjölmörg önnur töfraorð og galdraþulur:
-Hókus pókus
-Sim sala bim
-Barbabrella
-Harka parka
-Expelliarmus
-Bibbidí babbidí bú
-Legg ég á og mæli um 
… manstu eftir fleirum?