Ásmundur Sveinsson

 

Ásmundur Sveinsson (1893–1982) var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Fyrr á árum mættu verk hans iðulega andstöðu og hörðum dómum en með tímanum hafa þau fest sig í sessi sem ein af birtingarmyndum íslenskrar sagnahefðar, samfélags og náttúru á 20. öld.

Ásmundur hélt alla tíð tryggð við þá afstöðu að listin ætti erindi til fólksins og ætti heima á meðal þess. Hann var kallaður alþýðuskáldið í myndlist og án efa á sú hugsjón rætur að rekja til lífsafstöðu hans ekki síður en höggmyndahefðarinnar. Mörg af verkum hans voru hugsuð sem hluti af opinberu rými, órofa hluti af umhverfi sínu eða útfærð sem hönnun og nytjahlutir.

Ásmundur ánafnaði Reykjavíkurborg verk sín ásamt heimili sínu eftir sinn dag. Ásmundarsafn við Sigtún er helgað verkum Ásmundar og var formlega opnað vorið 1983. Verkin í safninu spanna alla starfsævi listamannsins og sýna þau hvernig listferill hans þróast og breytist á langri ævi. Einnig má finna fjölmargar höggmyndir eftir Ásmund í opinberu rými í Reykjavík. Í Ásmundarsafni eru haldnar sýningar á verkum listamannsins svo og verkum annarra listamanna sem hafa gjarnan vísun í list Ásmundar. 

 

Smelltu hér til að sjá verk listsamanns í safneign

 

Sýningar listamanns

Þorri Hringsson, Sumarhlaðborð (1997)
Kjarvalsstaðir
19.08.202331.08.2023
Ásmundur og Carl
Ásmundarsafn
20.05.202328.01.2024
Ásmundur Sveinsson og Rósa Gísladóttir
Ásmundarsafn
26.02.202228.08.2022
Carl Boutard og  Ásmundur Sveinsson: Gróður jarðar
Ásmundarsafn
15.10.202109.02.2022
Ásmundarsafn
01.02.202004.10.2020
Ásmundarsafn
19.01.201904.10.2020
Ásmundur Sveinsson, Hafmey, 1922.
Ásmundarsafn
15.11.201731.01.2018
Ásmundur Sveinsson, Höfuðlausn, 1948, eik, 66x45 cm.
Ásmundarsafn
20.05.201706.01.2019
Ásmundarsafn
29.10.201601.05.2017
RÍKI – flóra, fána, fabúla
Hafnarhús
28.05.201618.09.2016
Ljósmynd: Bragi Guðmundsson
Ásmundarsafn
16.04.201616.10.2016
Geimþrá, 2015.
Ásmundarsafn
17.10.201528.03.2016
Ásmundarsafn
09.05.201504.10.2015
Ásmundarsafn
21.02.201526.04.2015
Ásmundarsafn
13.09.201408.02.2015
Ásmundarsafn
10.05.201431.08.2014
Ásmundarsafn
18.01.201427.04.2014
Kjarvalsstaðir
01.06.201322.09.2013
Ásmundarsafn
11.05.201330.12.2013