Fréttir

Púls tímans, Yfirlitssýning á verkum Einars Hákonarsonar (f. 1945) verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum laugardaginn 17. janúar kl. 16. Verkin á sýningunni ná yfir rúmlega 50 ára feril listamannsins allt frá æsku- og skólaverkum og til ársins 2014.

Fjölbreyttar sýningar með verkum eftir tæplega hundrað listamenn verða opnaðar hjá Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni, á næstu mánuðum.

Sýningarnar Flatland eftir Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur (f. 1977) og Veraldir og vegir eftir austurríska listamanninn Gunter Damisch (f.1958) verða opnaðar í Hafnarhúsinu laugardaginn 1. nóvember klukkan 16.


Sýningunni Skipbrot úr framtíðinni/ sjónvarp úr fortíðinni eftir listakonuna Ásdísi Sif Gunnarsdóttur lýkur sunnudaginn 19. október í Hafnarhúsi.

Sýningarnar Roundabouts og Efsta lag verða opnaðar á Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum laugardaginn 27. september kl. 16.