Fréttir

Áttatíu nemendur á BA stigi í myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild sýna verk sín í fjórum af sex sýningarsölum Hafnarhússins. Sýningin verður opnuð laugardaginn 23. apríl kl. 14.

Listasafn Reykjavíkur hefur skipulagt þétta dagskrá á Kjarvalsstöðum fyrir börn á öllum aldri. Boðið verður upp á ljósmyndasýningu íslenskra og pólskra unglinga, gjörningakvöld fyrir unglinga, myndlistarsmiðju fyrir börn og þátttökutónleika fyrir smábörn og fjölskyldur þeirra.

artiststudiomuseum.org

Ásmundarsafn hefur verið skráð á vefsíðuna Artist´s Studio Museum Network. Þar má finna söfn um alla Evrópu sem eiga það sameiginlegt að hafa þjónað listamönnum sem vinnustofur og heimili.

Ljósmynd: Bragi Guðmundsson

Laugardaginn 16. apríl kl. 16 verður opnuð í Ásmundarsafni sýningin Uppbrot. Þar rýnir myndlistarmaðurinn Elín Hansdóttir í verk höggmyndalistamannsins Ásmundar Sveinssonar, glímir við arfleifð hans og leitar áður ókannaðra flata.

Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur, Kjarvalsstöðum

Opið verður í öllum söfnum Listasafns Reykjavíkur yfir páskana, að undanskildum sunnudeginum 27. mars, páskadegi.

Geimþrá

Sýningunni Geimþá í Ásmundarsafni lýkur mánudaginn 28. mars. Sýningin hefur notið mikilla vinsælda og var valin ein af fimm athyglisverðustu myndlistarsýningum ársins 2015 af listgagnrýnendum Morgunblaðsins.

Friðarsúlan

Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey kl. 20:00 sunnudaginn 20. mars, á giftingarafmæli Johns Lennons og Yoko Ono. Þau gengu í hjónaband árið 1969 og vörðu hveitibrauðsdögum sínum í hjónarúminu í mótmælaskyni við stríðið í Víetnam.

Berglind Jóna Hlynsdóttir, Class Divider.

Hvernig búum við til tæki og kerfi til að flokka fólk eftir samfélagstöðu?
Berglind Jóna Hlynsdóttir (f. 1979) opnar sýninguna Class Divider í D-sal Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur, fimmtudaginn 3. mars kl. 17.