Listasafn Reykjavíkur býður að vanda börnum og unglingum upp á spennandi námskeið í sumar. Námskeiðin fara fram í júní í öllum safnhúsunum þremur, í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni.
Viðamikil yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur, Kyrrð, verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum, sunnudaginn 30. apríl kl. 16.00. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, opnar sýninguna.
Listasafn Reykjavíkur býður börn á öllum aldri velkomin á Barnamenningarhátíð. Frumlegir og skemmtilegir viðburðir og námskeið í boði, þar á meðal spunaleikhús, teikninámskeið og listsmiðja fyrir frábæra únglínga.
Frítt inn á söfnin þrjú fyrir fullorðna í fylgd með börnum.