Fréttir

Sýningalok: ...lífgjafi stórra vona og Svart og hvítt

Sýningunni Svart og hvítt með verkum Errós í Hafnarhúsi lýkur þriðjudaginn 22.

Frá sýningunni D36 Steinunn Önnudóttir: Non plus ultra í Hafnarhúsi.

Listasafn Reykjavíkur er lokað á páskadag, aðra daga er opið samkvæmt venju. 

Gleðilega páska!

Ein myndanna eftir Sölva Helgason frá Danmörku.

Átján áður óþekkt verk eftir listamanninn Sölva Helgason koma fyrir almenningssjónir í fyrsta sinn á sýningu á verkum Sölva sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum 25. maí næstkomandi.

Listaverk vikunnar: Móðurást

Annað listaverk vikunnar er Móðurást eftir Nínu Sæmundsson frá 1924 sem stendur í Mæðragarðinum.

Barnamenningarhátíð 9.-14. apríl

Dagskrá Listasafns Reykjavíkur á Barnamenningarhátíð

HAFNARHÚS

Claudio Parmiggiani, 1943, Íslandsvitinn, 2000, við Sandskeið.

Árið 2019 er ár listar í almannarými hjá Listasafni Reykjavíkur og er liður í því markmiði safnsins að beina sjónum manna að þeim listaverkum sem við njótum sem hluta af daglegu lífi. Í tilefni af því ætlar safnið að birta myndir og upplýsingar um eitt útilistaverk í viku sem verk vikunnar. 

Sýningaropnun – Brynhildur Þorgeirsdóttir: Frumefni náttúrurnnar

Laugardaginn 6. apríl kl. 16.00 verður opnuð ný sýning í Ásmundarsafni við Sigtún, Frumefni náttúrunnar, með verkum myndlistarmannsins Brynhildar Þorgeirsdóttur.

Skúlptúr og nánd: Síðustu sýningardagar

Síðasti dagur sýningarinnar Skúlptúr og nánd í Ásmundarsafni með verkum Sigurðar Guðmundssonar er sunnudagurinn 31. mars.

Þjónustustjóri Listasafns Reykjavíkur: Marteinn Tausen

Marteinn Tausen hefur verið ráðinn í nýja stöðu þjónustustjóra Listasafns Reykjavíkur. Megin verkefni þjónustustjóra eru innleiðing og eftirfylgni þjónustustefnu og þjónustuviðmóts gagnvart gestum safnsins.